Chãteau La Grave Bertin Sauvignon Blanc (2023)

2.990 kr Venjulegt verð 3.590 kr
fjöldi

Stílhreint og ávaxtaríkt hvítvín
Þetta fágaða og líflega hvítvín er unnið úr Sauvignon Blanc þrúgum sem eru pressaðar í heilum klösum. Þrúgurnar eru síðan látnar liggja við lágan hita í tvo sólarhringa til að ná fram sem mestum ilmtónum áður en þær eru gerjaðar í 20 daga í hitastýrðum stáltönkum. Eftir gerjunina hvílir vínið með gerinu í þrjá mánuði, sem eykur mýkt og fyllingu í bragði og áferð. Vínið er ljósgyllt á litinn og ilmar af hvítum ávöxtum eins og litkaberjum (lychee), ferskjum og banana, með áberandi keim af blómum. Bragðið er safaríkt, þétt og hressandi með ferska sýru sem heldur góðu jafnvægi og gefur víninu líf. Þetta er stílhreint og ávaxtaríkt hvítvín sem sameinar fínleika og ferskleika á áhrifaríkan hátt.

Framleiðandinn
Château la Grave Bertin er fjölskyldurekin víngerð sem á sér langa sögu. Víngerðin var stofnuð árið 1895 og er staðsett á milli Bordeaux borgarinnar og Saint-Émilion. Núverandi eigendur, bræðurnir Maxime og Sébastien, hafa stýrt víngerðinni frá árinu 2009 ásamt foreldrum sínum Yannick og Nadine. Þau hafa unnið að því að blanda saman hefðbundnum víngerðaraðferðum með nútímalegri nálgun til að skapa vín sem endurspegla bæði sögulega arfleifð og nýsköpun. Víngerðin er HVE-vottuð (High Environmental Value), sem þýðir að hún fylgir sjálfbærum ræktunaraðferðum sem miða að því að vernda náttúruna og bjóða upp á hágæða vín.

Vínpörun

  • Grillmatur

  • Nautakjöt

  • Lambakjöt

  • Alifugl

  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Bordeaux

  • Þrúga: Sauvignon Blanc

  • Árgerð: 2023

  • Áfengismagn: 12,5%