Hefðbundið hægri-bakka Bordeaux vín
Château la Grave Bertin Cuvée Réserve er hefðbundin Bourdeaux blanda af Merlot og Cabernet Franc sem er einkennandi fyrir vín sem eiga uppruna sinn að rekja til hægri bakka Gironde árinnar í Bordeaux. Vínið er djúp rúbínrautt á litinn og bíður upp á tælandi og ríkulegan ilm af rauðum ávöxtum, þar á meðal kirsuberjum, sem blandast fíngerðum krydd- og eikar blæbrigðum. Bragðið er mjúkt og ávaxtaríkt í fyrstu og fíngerð tannín birtast strax á tungu og veita fínlega uppbyggingu. Vínið er meðalþétt með flauelsmjúkri áferð og langt eftirbragð sem skilur eftir sig notalegan keim af ávöxtum og mildum kryddum.
Framleiðandinn
Château la Grave Bertin
Château la Grave Bertin er fjölskyldurekin víngerð sem á sér langa sögu. Víngerðin var stofnuð árið 1895 og er staðsett á milli Bordeaux borgarinnar og Saint-Émilion. Núverandi eigendur, bræðurnir Maxime og Sébastien, hafa stýrt víngerðinni frá árinu 2009 ásamt foreldrum sínum Yannick og Nadine. Þau hafa unnið að því að blanda saman hefðbundnum víngerðaraðferðum með nútímalegri nálgun til að skapa vín sem endurspegla bæði sögulega arfleifð og nýsköpun. Víngerðin er HVE-vottuð (High Environmental Value), sem þýðir að hún fylgir sjálfbærum ræktunaraðferðum sem miða að því að vernda náttúruna og bjóða upp á hágæða vín.
Vínpörun
-
Alifugl
-
Kálfakjöt
-
Ostar
-
Svínakjöt
-
Lambakjöt
Upplýsingar