Château Fougas Organic (2019)

4.850 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Lífrænt Bordeaux vín 

“Organic” er ljúffengt, hlýtt og glæsilegt vín sem endurspeglar og tjáir að fullu klassískan Bordeaux uppruna.Vínið er látið þroskast í 12 mánuði á eikartunnum og vöndurinn býður upp á keim af ferskum rauðum berjum. Organic er mjúkt og fágað í munni og er í fullkomnu jafnvægi við mild tannín. Þar af leiðandi hentar vínið sérlega vel með flestum kjötréttum. Organic má drekka strax, eða geyma í kjallaranum í allt að 5-10 ár.

Framleiðandinn

Fougas kastalinn í Bordeaux er fjölskyldueign frá 18. öld en hefur verið í eigu hjónanna Jean-Yves og Michéle Béchet frá seinni hluta áttunda áratugarins. Síðan þá, hafa hjónin unnið markvisst að því að hreinsa og betrumbæta jarðveginn og í dag er framleiðslan bæði lífræn og bíódínamísk. Jarðvegurinn í Chateâu Fougas er steinefna- og járnríkur og vínin þaðan eru einstaklega tær og fersk.

Vínpörun

  • Grillmatur
  • Nautakjöt
  • Lambakjöt
  • Alifugl
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Bordeaux
  • Þrúga: Merlot (60%), Cabarnet Sauvignon (40%)
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 13,0%
  • Vinið er lífrænt