Château de Carles Fronsac (2019)

5.700 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Merlot frá Bordeaux

Fronsac er hið hefðbundna vín Château de Carles víngerðarinnar sem er unnið úr vandlega flokkuðum þrúgum. Vínið er látið þroskast í 14 mánuði í stáltönkum sem dregur fram ferskt ávaxtabragðið. Vöndurinn inniheldur hefðbundinn Bordeaux-ilm með dökkum berjum, krydd og keim af tóbaki í bland við ferskleika og mjúk tannín. Vínið má drekka strax eða geyma í allt að 5-10 ár.

Framleiðandinn

Château de Carles er söguleg víngerð staðsett á Fronsac svæðinu í Bordeaux, Frakklandi. Víngerðin á rætur að rekja til 14. aldar, en tók á sig núverandi útlit á endurreisnartímanum. Frá upphafi 20. aldar hefur víngerðin verið rekin af sömu fjölskyldu sem er núna komin í 5. kynslóð. Í dag er Château de Carles þekkt fyrir að framleiða sterk og bragðmikil vín og hefur orðspor fyrir há gæði og svæðisbundna arfleifð. 

Vínpörun

  • Kálfakjöt
  • Nautakjöt
  • Pottréttir
  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Bordeaux
  • Þrúga: Merlot (96%), Cabarnet Franc (4%) 
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 14%

Viðurkenningar

  • Jeb Dunnock: 91 point