Chardonnay Southend Upper Hemel Aaarde (2022)

4.490 kr Venjulegt verð 6.450 kr
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 2 eftir á lager

Suður-Afrískt Chardonnay 

Chardonnay Southend frá Newton Johnson er frábært dæmi um hvað Suður-Afrísk víngerð er glæsileg og margbreytileg. Þetta er “single vineyard” hvítvín sem vísar til þess að allar þrúgurnar koma frá aðeins einni vínekru. Í þessu tilviki er vínekran staðsett í fjallshlíð sem nýtur góðs af kælingu frá Atlantshafinu. Allar þrúgurnar eru handtíndar og látnar gerjast náttúrulega (villigerjun). Þar á eftir er vínið látið þroskast í frönskum, léttristuðum tunnum (þar af 22% nýjum tunnum) í 9 mánuði sem gefur margbreytileika og strúktúr í bragðið án þess að yfirgnæfa ávaxtabragðið. Ilmurinn einkennist af þroskuðum sítrusávöxtum og steinefnum með keim af fíngerðu kryddi og hnetum. Bragðið er í góðu jafnvægi, með frískandi sýru og löngu eftirbragði. Einstaklega ljúffengt, flókið og flott Chardonnay.

Framleiðandinn

Newton Johnson er fallega staðsett skammt frá sjónum í Upper Hemel am Aarde skammt frá hafnarborginni Hermanus. Þessi staðsetning og nálægðin við Atlantshafið gerir svæðið eitt það svalasta í Suður Afríku og býr til kjöraðstæður fyrir Pinot Noir og Chardonnay, líkt og Bourgogne í Frakklandi. Stílinn hjá Newton Johnson er fjörugur, kraftmikill og glæsilegur og víngerðin er meða þetta bestu í Suður-Afríku þegar kemur að vínum sem vísa til Bourgogne.


Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Sumarréttir

  • Ostar


Upplýsingar

  • Land: Suður Afríka

  • Svæði: Upper Hemel en Aarde Valley

  • Þrúga: Chardonnay

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13,5%


Viðurkenningar

  • Tim Atkin: 93 stig

  • Decanter: 92 stig

  • Robert Parker: 91 stig