Bragðmikið og líflegt hvítvín
Chardonnay hvítvín frá Feneyjarsvæðinu í Veneto á Ítalíu. Hér er um að ræða sérlega bragðgott og vel heppnað hvítvín miðað við vín í sama verðflokki.
Vínið er ríkt og í góðu jafnvægi. Gulleitt á lit, líflegt og flókið. Í upphafi er vínið ríkt af þroskuðum ávöxtum sem þróast yfir í ánægjulegan keim af ristuðum heslihneum, vanillu og léttu hunangi. Létt sýra í frábæru jafnvægi í upphafi og liggur vel í munni.
Vínið er lífrænt ræktað og vegan.
Framleiðandinn
47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.
Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.
Vínpörun
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Treviso
- Þrúga: Chardonnay
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 13,0%