Champagne Douard Christian Tradition Brut

6.490 kr
Fjöldi

Heilsteypt kampavín

Champagne Douard Christian's Tradition Brut býður upp á margslungið og fágað vín frá litlum framleiðanda. Þrúgurnar eru handtíndar af 30 ára gömlum vínvið sem er gróðursettur í leir- og kalksteinsjarðveg. Vínið er látið gerjast í ryðfríum stáltönkum og er þar á eftir látið þroskast í 3 ár. Liturinn er gylltur með fínum og reglulegum loftbólum (búbblum). Ilmurinn inniheldur keim af perum, hunangi, brenndu kaffi og súkkulaði. Bragðið er ferskt með keim af rauðum eplum, ferskjum, brioche, möndlum og sítrus sem er í góðu jafnvægi við steinefnasýru sem gefur víninu ferskleika.

Framleiðandinn

Champagne Douard Christian er hefðbundin fjölskyldurekin vínræktun sem er staðsett í hjarta Marne-dalsins í þorpinu La Chapelle Monthodon. Vínbúgarðurinn er með rúmlega 4,5 hektara af vínekrum og kampavínin búa yfir frábærum steinefnaríkum hreinleika sem einkennir hinn kalkríka jarðveg í Marne dalnum. Champagne Douard Christian leggur áherslu á sjálfbærni og stefna að því að verða 100% sjálfbær. Árið 2021 hlaut framleiðslan bæði HVE og VDC vottun.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Alifugl
  • Fordrykkur

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Champagne
  • Þrúga: Blandað
  • Árgerð: Blandað
  • Áfengismagn: 12,5%