Brakandi ferskt kampavín
Þetta glæsilega kampavín er einungis unnið úr Chardonnay þrúgum (blanc de blancs) og það hefur verið geymt í a.m.k. 4 ár í flöskum. Vínið er ljósgyllt á litinn með fíngerðum og líflegum loftbólum. Ilmurinn er ferskur með keim af sítrus, hvítum blómum og grænum eplum. Bragðið er þurrt og hreint og í góðu jafnvægi. Í eftirbragði má skynja steinefni sem gefur ferskleika og brioche frá gerjuninni.
Framleiðandinn
Champagne Douard Christian er hefðbundin fjölskyldurekin vínræktun sem er staðsett í hjarta Marne-dalsins í þorpinu La Chapelle Monthodon. Vínbúgarðurinn er með rúmlega 4,5 hektara af vínekrum og kampavínin búa yfir frábærum steinefnaríkum hreinleika sem einkennir hinn kalkríka jarðveg í Marne dalnum. Champagne Douard Christian leggur áherslu á sjálfbærni og stefna að því að verða 100% sjálfbær. Árið 2021 hlaut framleiðslan bæði HVE og VDC vottun.
Upplýsingar
-
Land: Frakkland
-
Svæði: Champagne
-
Þrúga: Chardonnay
-
Árgerð: Blanda
-
Áfengismagn: 12%