Champagne Douard Christian Blanc de Blancs Brut

5.192 kr Venjulegt verð 6.490 kr
Fjöldi

Brakandi ferskt kampavín
Þetta glæsilega kampavín er einungis unnið úr Chardonnay þrúgum (blanc de blancs) og það hefur verið geymt í a.m.k. 4 ár í flöskum. Vínið er ljósgyllt á litinn með fíngerðum og líflegum loftbólum. Ilmurinn er ferskur með keim af sítrus, hvítum blómum og grænum eplum. Bragðið er þurrt og hreint og í góðu jafnvægi. Í eftirbragði má skynja steinefni sem gefur ferskleika og brioche frá gerjuninni.

Framleiðandinn
Champagne Douard Christian er hefðbundin fjölskyldurekin vínræktun sem er staðsett í hjarta Marne-dalsins í þorpinu La Chapelle Monthodon. Vínbúgarðurinn er með rúmlega 4,5 hektara af vínekrum og kampavínin búa yfir frábærum steinefnaríkum hreinleika sem einkennir hinn kalkríka jarðveg í Marne dalnum. Champagne Douard Christian leggur áherslu á sjálfbærni og stefna að því að verða 100% sjálfbær. Árið 2021 hlaut framleiðslan bæði HVE og VDC vottun.

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Champagne

  • Þrúga: Chardonnay

  • Árgerð: Blanda

  • Áfengismagn: 12%