Champagne Baron-Fuenté Grande Réserve Brut

6.390 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Hefðbundið og vandað kampavín
Þetta skemmtilega kampavín frá Baron-Fuenté er unnið úr vandaðri blöndu af Meunier, Pinot Noir og Chardonnay. Ilmurinn er fágaður og einkennist af sítrus, grænum eplum, melónu, ásamt dýpri keim af ristuðu brauði og brioche. Bragðið er fyllt og ferskt, með rúnaðri áferð sem býr yfir góðri uppbyggingu og viðvarandi, ánægjulegu eftirbragði. 

Framleiðandinn
Champagne Baron-Fuenté er fjölskyldurekin víngerð í Charly-sur-Marne í Vallée de la Marne. Saga fjölskyldunnar í ræktun nær aftur til 17. aldar, en víngerðin var formlega stofnuð af Gabriel Baron og Dolores Fuenté árið 1967. Vínviðirnir vaxa á 40 hekturum á leir- og kalkríkum jarðvegi, sem er kjörinn fyrir Pinot Meunier þrúguna. Vínin bera einkenni svæðisins: þau eru rúnnuð, mjúk og fáguð. Næsta kynslóð stýrir nú víngerðinni með áherslu á nýsköpun og vistvæna ræktun.

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Champagne

  • Þrúga: Pinot Meunier (60%), Chardonnay (30%), Pinot Noir (10%)

  • Árgerð: NV (Blanda)

  • Áfengismagn: 12,5%