Chablis per Aspéra Domaine (2020)

4.990 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Ferskt og skemmtilegt Chablis

Einstaklega ferskt og skemmtilegt vín sem hentar til að mynda vel með fiski og grænmetisréttum eða sem stakur fordrykkur.  Vínið er unnið úr 35 ára gömlum vínviði úr þrúgum frá svæðum í nágrenni við Chablis; Fleys, Bery og Chichée. Vínið er fallega fölgyllt á litinn og hefur hefðbundinn Chablis vönd (bouqet) með keim af sítrus og hvítum blómum. Bragðið er fágað með míneralskri áferð sem leiðir hugann að skelfiski.

Framleiðandinn

Chablis er nyrsti hluti Burgundy (Bourgogne) héraðsins í Frakklandi og er þekkt fyrir framleiðslu á hágæða hvítvíni sem er almennt í þurrari kantinum. Charly Nicolle er 5. kynslóð gæðaframleiðanda, með djúpar rætur í héraðinu. Vínin vísa til jarðvegsins, ferskleika og steinefna. Árið 2019 var Charly Nicolle valinn ”Efnilegasti ungi vínframleiðandinn í Bourgogne”.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Fordrykkur
  • Grænmetisréttir
  • Sumarréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Bourgogne
  • Þrúga: Chardonnay 
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 12,0%