Cava Grand Cuvée Gran Reserva (2016)

3.490 kr
Fjöldi

Einstaklega metnaðarfullt cava

Hér er á ferðinni kröftugt og ferskt freyðivín sem er tilvalið í veisluna og fordrykkinn. Þrúgurnar eru tíndar af bestu vínviðum sem Sumarocca hefur upp á að bjóða og vínið hefur verið geymt á flösku í 3 ár eftir seinni gerjun. Ilmurinn er kröftugur en flókinn og einkennist annars vegar af brioche og geri sem stafar af langri gerjun og hins vegar af perum, eplum, vanillu, kryddi og steinefnum. Bragðið er þurrt og ferskt með frískandi sýru og löngu og mjúku (jafnvel kremuðu) eftirbragði. Fullkominn endir á árinu 2022!

Framleiðandinn

Sumarroca er einstaklega metnaðarfullur framleiðandi. Vínin eru lífrænt ræktuð eftir sömu aðferð og er notuð við Kampavínsgerð og Sumarroca hefur m.a. hlotið viðurkenningu sem besti Cava framleiðandinn. Öll vínin eru látin gerjast í að minnsta kosti 2 ár á flösku (seinni gerjun) og það gefur meiri þrýsting í flöskunni en venjan er fyrir Cava vín.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Fordrykkur
  • Grænmetisréttir
  • Sumarréttir

Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Spánn
  • Þrúga: Blandað
  • Árgerð: 2016
  • Áfengismagn: 11,5%