Cabernet Sauvignon DOC Venezia (2020)

2.542 kr Venjulegt verð 2.990 kr
Fjöldi

Lífrænt ítalskt rauðvín

Klassískt og ljúffengt lífrænt ræktað rauðvín í góðu jafnvægi úr Cabarnet Sauvignon þrúgunni frá vínekrum nálægt Feneyjum í Veneto héraðinu á Ítalíu. 

Vínið er dökk rautt með fjólubláum tónum. Vöndurinn er í upphafi skarpur, ákafur og fágaður með ilm af fersku grænmeti og grænum pipar. Í kjölfarið fylgja rauðir ávextir, sér í lagi bláber, brómber og plómur. 

Nokkuð kraftmikið vín með góðan strúktur, sýru í jafnvægi og eftirbragð af kaffi og súkkulaði. 

Vínið er lífrænt ræktað og vegan.

Framleiðandinn

47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.

Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.

Vínpörun

  • Rautt kjöt
  • Grillmatur
  • Villibráð
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Feneyjar, Veneto
  • Þrúga: Cabarnet Sauvignon
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 13,5%