Cabarnet Sauvignon Stellenbosch (2020)

3.490 kr
Fjöldi

Frábært grillvín

Rauðvínin frá Stellenbosch eru þekkt fyrir gæði og fjölbreytileika. Cabernet Sauvignon þrúgurnar frá Helderberg eru ræktaðar í fjallshlíðum með dólómít graníti og sandsteini. Þetta stuðlar að sterku en um leið vel samræmdu og yfirveguðu víni, með mikilli dýpt, fyllingu og ferskleika. Vínið er rúbínrautt á lit með fjólubláum blæ og býður upp á ilm af dökkum kirsuberjum, bláberjum, kryddi, sem og sedrusviði og vindlaboxi. Tannínin eru silkimjúk og samræmast fullkomlega sýrustrúktúrnum í víninu sem umvefur langt eftirbragð af þroskuðum ávöxtum með keim af súkkulaði.

Framleiðandinn

Vínekrurnar eru í Stellenbosch sem er staðsett rétt fyrir utan Höfðaborg í Suður Afríku. Stellenbosch er líklega frægasta vínhérað Suður Afríku og er þekkt fyrir að framleiða vín í frönskum Bordeaux-stíl. Þá sérstaklega vín sem eru unnin úr Cabernet Sauvignon, Merlot og Cabernet Franc. Helderberg víngerðin er rekin af Marc Kent, sem er einn virtasti vínframleiðandi og brautryðjandi í Suður-Afríku.

Helderbergið - sem þýðir 'Clear Mountain' stendur hátt og fallegt fyrir ofan False Bay. Hér nýtur vínviðurinn góðs af gljúpum jarðvegi og svölum vindum frá sjónum.

Vínpörun

  • Grillréttir
  • Nautakjöt
  • Villibráð
  • Lambakjöt
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Suður Afríka
  • Svæði: Stellenbosch
  • Þrúga: Cabarnet Sauvignon
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 14,0%