Bourgogne Chardonnay La Vigne du Cloitre (2021)

3.990 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Glæsilegt Chardonnay

Þetta hvíta Bourgogne vín er alfarið unnið úr Chardonnay þrúgunni frá gömlum vínvíði (u.þ.b. 25-30 ára meðalaldur) á vínekrum sem snúa í suðaustur átt. Cave de Lugny er staðsett í norðurhluta Maconnais, rétt við bæinn Chardonnay. Vínið er fallega gyllt í glasi og býður upp á glæsilegan keim af sítrus, hunangi, heslihnetum með léttum blæ af akasíublómum og vanillu. Vínið er ljúffengt og með mikla fyllingu.

Framleiðandinn

Cave de Lugny er eitt af elstu samvinnufélögum Búrgúndí, en sögu þess má rekja aftur til ársins 1927. Það hófst sem lítið félag minni vínbænda frá Macon svæðinu en hefur síðan stækkað töluvert. Þrúgurnar eru af gömlum vínviði, sem gefur mikinn styrk í klassískum búrgúndískum stíl. Árið 2011 vann samvinnufélagið „Regional Trophy“ á hinum virtu Decanter World Wine Awards.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Alifugl
  • Fordrykkur

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Bourgogne
  • Þrúga: Chardonnay
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 13,5%