Bennati Amarone della Valpolicella (2020)

6.990 kr Venjulegt verð
fjöldi

Spennandi og líflegt rauðvín

Amarone della Valpolicella frá Bennati er meistaraleg blanda af Corvina, Rondinella og Molinara þrúgum. þetta vín frá Cazzano di Tramigna er hátíð fyrir skynfærin. Með aðlaðandi djúprauðum blæ og fjólubláum tónum, er nefið umvafið áköfum ilmi af  kirsuberjum, brómberjum, hindberjum og sultu og í bragði finnur maður sterka og kryddaða tóna. Best er að njóta vínsins í breiðu glasi, við 16-18° C og mælt er með því að leyfa því að anda í um klukkustund áður en þess er neytt.

Framleiðandinn

Antonio Bennati fæddist árið 1870 í Cazzano di Tramigna nálægt Soave. Gælunafn hans varð Toni Recioto, eftir Recioto víninu frá Verona. Antonio byrjaði mjög ungur að framleiða vín á flöskum í hinni frægu "bastflösku". En það var ekki fyrr en árið 1920, eftir fyrri heimsstyrjöldina, að hann ákvað að stofna fyrirtækið Cantine Bennati ásamt syni sínum Annibale.

„Listin að framleiða vín er ferðalag sem býður upp á einstakar tilfinningar. Það eru forréttindi að skapa tilfinningar og það krefst einstaks hóps fólks“

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Lambakjöt
  • Villibráð
  • Svínakjöt

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Veneto
  • Þrúga: Corvina, Rondinella, Molinara
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 15 %