Ávaxtaríkur Norður-Ítali
Safaríkt og skemmtilegt Barbera vín þar sem rauðir ávextir eru allsráðandi, bæði í nefi og munni. Barbera þrúgan er ásamt Nebbiolo, þekktasta þrúgan í Piemonte héraðinu á Ítalíu, en þær eru notaðar í hin heimsfrægu Barolo og Barbaresco rauðvín. Þetta vín hefur sterkan ávaxtailm sem er í góðu jafnvægi við sætleika og sýrustig. Bragðið er mjúkt og hlýtt en á sama tíma þurrt og hefur góða fyllingu.
Framleiðandinn
Terre del Barolo er stærsti framleiðandinn á Barolo með 650 hektara vínekrur sem dreifast yfir bestu vínsvæðin í Piemonte héraðinu. Árið 2019 vann Terre del Barolo gullverðlaun við Decanters Awards hátíðina (DWWA) og árið 2020 var framleiðandinn valinn besta ítalska samvinnufélagið (cooperative) af Weinwirtschaft.
Vínpörun
- Alifugl
- Lambakjöt
- Grillmatur
- Pastaréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Piemonte
- Þrúga: Barbera
- Árgerð: 2021
- Áfengismagn: 13%