Barbera d'Alba Vignota Conterno Fantino (2020)

5.350 kr
Fjöldi

Tignarlegt vín frá Piemonte

Barbera d'Alba Vignota er bragðmikið og tignarlegt vín frá Piemonte héraðinu á norður Ítalíu. Vínið hefur hlotið lof gagnrýnenda, enda er hér á ferðinni einstaklega glæsilegt og eftirminnilegt Barbera rauðvín. Vínið er dökkt á litinn og ilmar af svörtum ávöxtum, rósablöðum, brenndu kryddi og trufflum. Það er flauels mjúkt í munni en bragðið einkennist af ávöxtum og þroskuðu tanníni.  

Framleiðandinn

Conterno Fantino var stofnað árið 1982 og er einn af allra bestu framleiðendunum í Piemonte héraðinu á Ítalíu. Búgarðurinn trónir hátt fyrir ofan bæinn Monforte d’Alba og er þekktur fyrir að framleiða dökk, kröftug og tignarleg vín í takmörkuðu magni. Barolo vínin frá Conterno Fantino eru sérlega fræg, en Dolcetto, Barbera og Chardonnay vínin er öll í hæsta gæðaflokki. Þrúgurnar hafa verið lífrænt ræktaðar í nokkra áratug en frá og með 2021 verður vínframleiðslan lífrænt vottuð.

Vínpörun

  • Svínakjöt
  • Alifugl
  • Pottréttir

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Piemonte
  • Þrúga: Barbera
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 14,5%