Tignarlegt rauðvín frá Rhône
Þrúgurnar eru handtíndar og sérvaldar fyrir þetta sérlega tignarlega og flókna rauðvín frá Château Pesquié í suðurhluta Rhone héraðsins í Frakklandi. Artemia Ventoux er svokallað “single vineyard” vín, sem vísar til þess að allar þrúgurnar koma frá aðeins einum vínakri. Í þessu tilviki er vínakurinn staðsettur hátt yfir sjávarmáli (400 m) en það skilar sér í brakandi ferskleika. Vínið er fjólublátt á litinn og ilmurinn er kryddaður og flókinn en einkennist meðal annars af rauðum berjum, fjólum og nýmöluðum svörtum pipar. Artemia er flauelsmjúkt og fágað rauðvín sem hefur hlotið frábæra dóma frá alþjóðlegum víngagnrýendum. Unnendur rauðvína frá Rhône og Châteauneuf-du-Pape verða ekki sviknir af þessu víni.
Framleiðandinn
Château Pesquié er staðsett í suðurhluta Rhône og er einn af uppáhalds framleiðendum víngagnrýnandans Robert Parker. Vínbúgarðurinn á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1750 og er í dag þekktur fyrir hágæða vínframleiðslu. Château Pesquié framleiðir vín í öllum gæðaflokkum – allt frá dásamlegum hversdags vínum að því allra besta sem svæðið býður upp á.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Nautakjöt
- Lambakjöt
- Alifugl
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Rhône
- Þrúga: Syrah (75%) & Grenache (25%)
- Árgerð: 2017
- Áfengismagn: 13,5%
- Vínið er bíódínamísk og vegan
Viðurkenningar
- Decanter: 93 point
- Jeb Dunnuck: 94 point
- Robert Parker: 94 point