Vín englanna
Angels' Share er glæsilegt og silkimjúkt shiraz. Nafnið Angels Share vísar til þess litla magns af víni sem gufar upp úr eikartunnum við þroska. Miðaldavínframleiðendur gerðu ráð fyrir að englar væru vakandi yfir vínum þeirra og tækju sinn skerf í þóknun og af því er hugtakið dregið. Vínið einkennist af dökkum berjum og þroskaðir ávextir dansa á bragðlaukunum ásamt vanillukeim og snert af pipruðu kryddi þar til breið tannín taka í taumana. Í nefi er vínið með forvitnilegum ilm sem tælir skilningarvitin. Þurrkaðar kryddjurtir, fersk mynta, negull, kaffi og súkkulaði blandast óaðfinnanlega saman við sultaðar plómur. Angels’ share er vín sem býður upp á yndislegan og flókinn vönd, sem heillar frá fyrsta þef til síðasta sopa.
Framleiðandinn
Two Hands var stofnað árið 1999 af þeim Michael Twelftree og Richard Mintz og vínin þeirra hafa hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu og lof gagnrýnenda. Vínin frá Two Hands hafa öll mikinn karakter en eru á sama tíma nokkuð ólík. Two Hands rækta ekki eigin þrúgur, en markmið þeirra er að framleiða vín sem endurspegla uppruna þeirra með sterkri tengingu við þau svæði og víngarða þar sem þrúgurnar hafa sinn uppruna.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Villibráð
- Grillmatur
Upplýsingar
- Víngerð: Rauðvín
- Land: Ástralía
- Svæði: Suður Ástralía
- Þrúga: Shiraz
- Árgerð: 2018
- Áfengismagn: 14,5%
Viðurkenningar