Amfora Orange

3.990 kr Venjulegt verð 4.250 kr
Fjöldi

Franskt orange-vín

Amfora Orange er grípandi orange-vín (gulvín) sem kemur frá Domaine Villa Noria í Frakklandi. Vínið er unnið úr blöndu af þremur grænum þrúgum (Clairette, Piquepoul og Muscat) sem eru almennt notaðar í hvítvín, en í þessu víni er þrúgurnar látnar gerjast með hýðinu í allt að 14 daga. Þar sem hýðið inniheldur margvísleg lyktar-, bragð- og litarefni og tannínsýru, fær vínið dekkri lit, meiri strúktúr og fyllingu. Vín sem er unnið á þennan hátt kallast „orange“ vín, eða gulvín á íslensku. Almennt er litið á orange-vín sem hvítvín sem er framleitt á sama hátt og rauðvín. Útkoman er appelsínugult vín með létt tannín eins og í rauðvíni. Ilmurinn einkennist af fíngerðum keim af blómum, rósum og eplum. Bragðið er fíngert, ferskt og í góðu jafnvægi. Sérlega skemmtilegt sumarvín.

Framleiðandinn

Domaine Villa Noria er bæði nýstárlegur og nútímalegur framleiðandi sem leggur mikla áherslu á sjálfbærni í vínrækt og framleiðslu. Vínekrurnar eru staðsettar á mjög fjölbreyttu landsvæði í Languedoc með margbreytilegum jarðvegi sem skilar sér í flóknum og fáguðum vínum. Domaine Villa Noria hefur það markmið að framleiða vín án nokkurs kolefnisfótspors. Markmiðið er að varðveita gæði jarðvegsins og vínanna.

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Grillréttir

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Asískir réttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Languedoc

  • Þrúga:

  • Árgerð: 2021

  • Áfengismagn: 13%

  • Vínið er náttúruvín og vegan