Raymond Family Classic Cabernet Sauvignon California (2020)

3.900 kr Venjulegt verð
fjöldi

Amerískt Cabarnet Sauvignon

Þetta safaríka og aðlaðandi rauðvín er glæsilegt dæmi um klassíska kaliforníska Cabernet-stefnu. Þrúgurnar eru ræktaðar í 450–860 metra hæð, þar sem svalara loftslag lengir þroskatíman og stuðlar að tærum og ferskum ávaxtakeim. Vínið hefur verið geymt í hlutlausum frönskum eikartunnum sem viðheldur náttúrulegum ilmi og ferskleika. Í nefinu má greina dökkar plómur og brómber, ásamt fíngerðum keim af kryddi. Bragðflóran samanstendur af þroskuðum kirsuberjum og skógarávöxtum með blæ af múskathnetu. Létt sýra heldur víninu í jafnvægi og gefur því frískandi yfirbragð.

Framleiðandinn

Raymond víngerðin er fyrsta flokks Napa Valley vínbúgarður – bæði í stíl og tjáningu. Undir eignarhaldi franska Jean Charles-Boisset hefur þeim tekist að varðveita arfleifð og menningarlegan sjarma Raymond-fjölskyldunnar sem hefur rætur sínar í klassískri vínframleiðslu í Napa Valley. Raymond víngerðin er bæði með lífræna og bíódínamíska vottun og knýr alla sína framleiðslu með sólarorku.

Vínpörun

 

  • Grillmatur
  • Svínakjöt
  • Villibráð
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt

Upplýsingar

  • Land: USA
  • Svæði: Kalifornía
  • Þrúga: Cabarnet Sauvignon
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 14,0%