Puech Noble Rouge (2019)

5.250 kr Venjulegt verð
fjöldi
Örfá eintök eftir - 5 eftir á lager

Fágað Syrah frá Languedoc
Puech Noble Rouge frá Domaine Rostaing er glæsilegt og fágað rauðvín frá Languedoc (AOC Languedoc) sem byggir á Syrah þrúgum. Jarðvegur svæðisins er kalksteinn og vínekrurnar eru þaktar ávölum steinum (galets roulés) svipað og í Châteauneuf-du-Pape. Vínið er djúprautt á litinn og býður upp á tælandi ilm af þroskuðum rauðum berjum, sætu kryddi og léttum keim af jurtum sem minna á Miðjarðarhafið. Þrátt fyrir djúpan lit hefur vínið létta og ferska áferð sem minnir á Syrah frá svalari vínræktarsvæðum. Bragðið er fágað og vel samsett – með mjúkum, vel samþættum tannínum, ljúffengri sýru og flauelsmjúku ávaxtabragði sem mynda einstakt jafnvægi. Vínið nýtur sín einstaklega vel með grilluðu kjöti, pottréttum og ostaréttum og það má drekka strax eða geyma í þónokkur ár. 

Framleiðandinn
Domaine Rostaing er eitt virtasta vínhús Côte-Rôtie í Frakklandi og hefur frá stofnun árið 1971 verið í fremstu röð framleiðenda þar. Stofnandinn, René Rostaing, var frumkvöðull í náttúruvíngerð og lagði áherslu á nákvæmni og gæði í bæði vínekrum og víngerð. Sonur hans, Pierre Rostaing, hefur tekið við keflinu og heldur áfram að framleiða öflug og flókin vín með ríkum karakter.

Vínpörun

  • Grillmatur

  • Nautakjöt

  • Lambakjöt

  • Alifugl

  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Languedoc

  • Þrúga: Grenache, Syrah og Mourvédre

  • Árgerð: 2019

  • Áfengismagn: 13,5%

Viðurkenningar

  • Jeb Dunnock: 90 stig