Montessu Isola Dei Nuraghi Punica, Sardegna (2021)

4.290 kr Venjulegt verð
fjöldi
Örfá eintök eftir - 6 eftir á lager

Alþjóðlegt rauðvín frá Sardiníu
Montessu er kraftmikið og fágað rauðvín frá suðvesturhluta Sardiníu (Basso Sulcis). Vínið er unnið úr blöndu af hinni hefðbundnu þrúgu svæðisins (Carignan) og vel þekktum frönskum þrúgum. Þrúgurnar eru ræktaðar á tveimur stöðum: Carignan við sjávarsíðuna í sandjörð og frönsku þrúgurnar í hærri, kaldari hæðum í miðju eyjarinnar. Vínið er rúbínrautt á litinn og ilmar af dökkum ávöxtum með undirliggjandi keim af lakkrís og skógarbotni og það hefur verið látið þroskast í 12 mánuði í frönskum eikartunnum. Bragðið er fyllt, flauelsmjúkt og í góðu jafnvægi. Segja má að bragðið sameini hefðbundinn ítalskan kraft og franska Bordeaux-fágun (mýkt og jafnvægi). 

Framleiðandinn
Vínframleiðandinn Agricola Punica var stofnaður árið 2002 í samstarfi Marchesi Incisa della Rocchetta (eigandi Sassicaia), Sebastiano Rosa, Cantina Santadi og víngerðarsérfræðingsins Giacomo Tachis. Markmið þeirra var að búa til vín í hæsta gæðaflokki á Sardiníu. Vínekrurnar eru bæði í sléttlendi nærri ströndinni og í hæðóttu innlandi, sem gerir þeim kleift að vinna með fjölbreytt loftslag og jarðveg. Vínin eru merkt sem „Isola dei Nuraghi IGT“, sem nær yfir bestu vínekrur Sardiníu utan hefðbundinna DOC-svæða. Í dag er Punica viðurkennd sem eitt af fremstu vínhúsum Ítalíu, meðal annars samkvæmt Wine Spectator (Top 100 Italian Wineries).

Vínpörun

  • Svínakjöt

  • Nautakjöt

  • Pottréttir

  • Pastaréttir

  • Lambakjöt

Upplýsingar

  • Land: Ítalía

  • Svæði: Sardinía

  • Þrúga: Carignan (60%), Cabarnet Sauvignon (10%), Merlot (10%), Syrah (10%), Cabernet Franc (10%)

  • Árgerð: 2021

  • Áfengismagn: 14,5%

Viðurkenningar

  • James Suckling: 91 point

  • Vinous: 92 point