Greywacke Pinot Noir Marlborough (2022)

3.690 kr Venjulegt verð
fjöldi

Pinot Noir frá Nýja Sjálandi

Greywacke Pinot Noir er fágað og ríkt rauðvín frá kaldasta hluta Marlborough. Vínið er framleitt af Kevin Judd – goðsögn í víngerð í Nýja-Sjálandi – sem er þekktur fyrir að vinna með lítið uppskerumagn og búa til kraftmikil og fáguð vín. Ilmurinn einkennist af dökkum kirsuberjum, villijarðarberjum og skógarbotni, ásamt blæ af grafíti og þurrkuðum jarðarberjum. Þegar vínið opnast koma fram fínlegir keimar af kryddi eins og kanil, negul og ristaðri eik. Bragðið er silkimjúkt og meðalþétt, með safaríkri sýru, þéttum tannínum og löngu, steinefnaríku eftirbragði. Þetta er Pinot Noir sem sameinar náttúrulega fegurð og vandaða smíði. Vínið má drekka strax, eða geyma í allt að 10-15 ár. 

Framleiðandinn

Framleiðandi Greywacke, Kevin Judd er ókrýndur konungur Sauvignon Blanc, enda er hann ótvírætt maðurinn bak við nútíma Sauvignon Blanc vín frá Nýja Sjálandi. Í 25 ár var Kevin Judd yfirframleiðandi á hinum goðsagnarkenndu Cloudy Bay vínum, en kaus síðar að hverfa frá stórframleiðslu og hóf eigin framleiðslu árið 2009 þar sem áherslan var á gæði og sérkenni. Þessi vín urðu brátt uppáhald gagnrýnenda.


Vínpörun

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Kálfakjöt

  • Pastaréttir

  • Sumarréttir


Upplýsingar

  • Land: Nýja Sjáland

  • Svæði: Marlborough

  • Þrúga: Pinot Noir

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13,5%