Primitivo frá Puglia
Þetta heillandi rauðvín frá Puglia í Suður-Ítalíu er unnið úr hinni sívinsælu Primitivo þrúgu. Primitivo þrúgan er erfðafræðilega eins og Zinfandel frá Kaliforníu, en hún á uppruna sinn að rekja til Króatíu. Þar er þrúgan þekkt sem Tribidrag eða Crljenak Kaštelanski. Primitivo er sérlega þekkt fyrir að framleiða kraftmikil, ávaxtarík rauðvín, með miklu áfengi og ríkulegt bragð.
Feudo Croce Imperio LXXIV Primitivo Di Manduria er unnið úr handtíndum þrúgum sem eru ræktaðar á vínekrum nálægt bænum Carosin í norðurhluta Salento. Vínið er rúbínrautt á litinn og ilmurinn er ákafur með keim af þroskuðum ávöxtum, kryddi og súkkulaði. Bragðið er þétt og mjúkt með þroskuðum tannínum og keim af svörtum kirsuberjum, plómum, brómberjum og mjúkum keim af vanillu og súkkulaði úr tunnunni, auk léttum krydduðum undirtónum sem gefa víninu dýpt og uppbyggingu. Þetta vín passar fullkomlega með grillmat, pottréttum, svepparísotto og fleiru.
Framleiðandinn
Tinazzi fjölskylduvíngerðin var stofnuð árið 1968 og er staðsett bæði í Veneto í norður-Ítalíu og í Puglia á suður-Ítalíu. Víngerðin framleiðir vín bæði frá Veneto og Puglia héruðum.
Víngerðin er þekkt fyrir að framleiða hágæða vín frá Valpolicella ( Amarone og Ripasso) ogPuglia (Primitivo og Negroamaro). Tinazzi leggur ríka áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna starfshætti í vínekrum sínum og framleiðslu.
Vínpörun
-
Grillmatur
-
Lambakjöt
-
Nautakjöt
-
Villibráð
-
Pottréttir
Upplýsingar
-
Land: Ítalía
-
Svæði: Puglia
-
Þrúga: Primitivo
-
Árgerð: 2019
-
Áfengismagn: 14,0%
Viðurkenningar
-
Decanter: 95 stig.
-
Luca Maroni: 97 stig.