Hefðbundið Saint-Émilion frá Bordeaux
Domaine des Gourdins er hefðbundið rauðvín frá Saint-Émilion á hægri bakka Dordogne-fljótsins. Í Bordeaux miða áttirnar vinstri og hægri við að horft sé meðfram ánni til sjávar. Það er framleitt að mestu úr Merlot, með viðbót af Cabernet Franc sem bætir við fínlegum strúktur. Vínið er rúbínrautt á litinn og bragðið er fágað og flókið með mjúkum fullþroskuðum tannínum og góðu jafnvægi. Þetta vín þarf ekki frekari geymslu og við mælum með að drekka það fljótlega, t.d. með góðum grillmat eða frönskum ostum.
Framleiðandinn
Domaine des Gourdins er fjölskyldueign í hinu virta Saint-Émilion-héraði á hægri bakka Dordogne-fljótsins í Bordeaux. Vínhúsið hefur í gegnum kynslóðir gætt arfleifð sinnar jarðar með virðingu fyrir hefðbundinni vínrækt svæðisins. Lóðir víngarðsins samanstanda að mestu af leir- og kalkríkum jarðvegi – kjöraðstæður fyrir Merlot-þrúguna sem nýtur sín einstaklega vel í þessum hluta Bordeaux.
Vínpörun
-
Alifugl
-
Svínakjöt
-
Lambakjöt
-
Ostar
-
Villibráð
Upplýsingar