Fágað og ferskt Chardonnay
Hvítvínið sem við bjóðum upp á hérna er unnið alfarið úr Chardonnay þrúgum. Það er ferskt, lágstemmt og jarðríkt og minnir að mörgu leiti á hið víðþekkta Chablis hvítvín. Vínið er fágað og ferskt og ilmurinn einkennist af grænum eplum, tinnustein og léttum jurtanótum og mikið af sítrus.
Framleiðandinn
Vignoble Cogné er lítill gæðaframleiðandi sem er staðsettur í Loire dalnum í Frakklandi. Víngerðin hefur verið fjölskyldueign í þrjár kynslóðir og þeirra helsta áhersla er að framleiða hágæða vín á viðráðanlegu verði. Auk Chardonnay, framleiðir Domaine Vignoble Cogné einnig vín úr öðrum þrúgutegundum svo sem Sauvignon Blanc, Gamay, Gewurztraminer og blandað rauðvín.
Vínpörun
- Fiskur
- Skelfiskur
- Alifugl
- Grænmetisréttir
- Fordrykkur
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Loire
- Þrúga: Chardonnay
- Árgerð: 2022
- Áfengismagn: 13,0%