Josh Cellars Pinot Noir Central Coast (2022)

4.150 kr
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 4 eftir á lager

Sumarlegt rauðvín

Þetta glæsilega og svipmikla rauðvín á rætur sínar að rekja til Kaliforníu. Það er unnið úr Pinot Noir þrúgum sem eru handtíndar snemma morguns, rétt fyrir sólarupprás, en morgunsvalinn gefur aukinn ferskleika í vínið. Vínið sýnir fallegan rúbínrauðan blæ og tælandi ilm af þroskuðum kirsuberjum, hindberjum og fíngerðum keim af ristaðri eik. Bragðið einkennist af safaríkum rauðum berjum, plómu og keim af vanillu. Sýran er í góðu jafnvægi við mjúk tannín og bragðið ber með sér hefðbundinn Pinot Noir keim af skógarbotni og hlýlegum kryddum. Eftirbragðið er mjúkt og viðvarandi og heilt yfir er vínið bæði aðgengilegt og fágað.

Framleiðandinn

Josh Cellars er bandarísk víngerð sem er staðsett á tveimur stöðum í Kaliforníu (Paso Robles og Mendocino) og í Oregon. 

Víngerðin var stofnuð árið 2007 af bandaríska víngerðar manninum Joseph Carr. Josh Cellars er þekkt fyrir gæði og vandað handverk og víngerðin hefur þar af leiðandi notið töluverða vinsælda í bandaríkjunum fyrir að bjóða upp á aðgengileg lúxusvín. 


Vínpörun

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Svínakjöt

  • Kálfakjöt

Upplýsingar

  • Land: USA

  • Svæði: Kalifornía

  • Þrúga: Pinot Noir

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13,5%

Viðurkenningar

  • Wine Enthusiast: 92 stig.