Jólakassi

18.900 kr

Í jólakassanum eru ljúf og einstaklega bragðgóð vín í miklu jafnvægi sem eru sérvalin með tilliti til íslenskra jólahefða. Tvö rauðvín og eitt hvítvín sem smellpassa á hátíðarborðið um jólin.

Í jólakassanum 2023 eru vínin: 

Château Fleur de Lisse Grand Cru (2019): Silkimjúkt og stórglæsilegt vín sem unnendur rauðvíns frá Bordeaux verða ekki sviknir af. Vínið ilmar af mórberjum, dökkum plómum, dökku súkkulaði, reyk og þurrkuðum kryddjurtum. Meðalfylling með fínum tannínum og ferskri sýru og bragð sem einkennist af svörtum kirsuberjum, myntu, mokka og karamellu í lokin. Stórglæsilegt vín sem er yndislegt að drekka með hátíðarmat.

The Boxer Shiraz (2021): „Mollydooker“ er gamalt ástralskt slangur fyrir örvhentan hnefaleikakappa, en þetta vín er sannkallaður þungavigtarmeistari sem dansar eins og Muhammed Ali. The Boxer, er alfarið unnið úr Shiraz þrúgum sem er látið þroskast í blöndu af nýjum og gömlum amerískum eikartunnum. Vínið er ríkt og djúpt með glæsilegum og kraftmiklum ilmi og þar má finna keim af ferskum plómum, brómberjum, sólberjum, enskum lakkrís, dökku súkkulaði, tjöru og vanillu. Bragðið býður upp á einkennandi og ríkjandi ávöxt, milda sýru og silkimjúk tannín með rjómakenndri áferð. Bragðið er kraftmikið og fyllir allt munnholið með áköfu og löngu eftirbragði.

Chablis per Aspéra (2021): Chablis hvítvínin frá Bourgogne eru heimsþekkt fyrir gæði og ferskleika. Chablis per Aspéra er einmitt sérlega ferskt og skemmtilegt vín sem hentar til að mynda vel með fiski og grænmetisréttum eða sem stakur fordrykkur. Vínið er unnið úr 35 ára gömlum vínviði úr þrúgum frá svæðum í nágrenni við Chablis; Fleys, Bery og Chichée. Vínið er fallega fölgyllt á litinn og hefur hefðbundinn Chablis vönd (bouqet) með keim af sítrus og hvítum blómum. Bragðið er fágað með míneralskri áferð sem leiðir hugann að skelfiski.

    Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum. 

    Hátíðar- og jólakassar koma í takmörkuðu upplagi og eru líklegir til að seljast upp fyrir jólin. Við mælum því með að panta tímalega.