Brunello di Montalcino Camigliano (2017)

5.650 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Frábært Brunello 

Brunello di Montalcino eru algjör toppvín frá Toskana og almennt talin á meðal bestu vína Ítalíu. Þessi tiltekni Brunello hefur gengið í gegnum 24 mánaða þroskun á stórum slavneskum eikartunnum og þar á eftir verið geymt í 2 ár á flösku. Vínið hefur kröftugan vönd (bouquet) með ilm af þroskuðum svörtum ávöxtum líkt og brómberjum og svörtum kirsuberjum og keim af kryddi og skógarbotni.  Bragðið er sterkt og í góðu jafnvægi með snefil af steinefnum. Ráðlagt er að hella víninu í karöflu klukkutíma áður en það er borið fram. Vínið má drekka strax, eða geyma í mörg ár.

Framleiðandinn

Camigliano er frábær framleiðandi og í miklu uppáhaldi meðal alþjóðlegra gagnrýnenda; nú síðast með 96 stig hjá James Suckling. Vínekrurnar eru við bæinn Montalcino í suðurhluta Toskana og Brunello vínin eru alfarið framleidd úr Sangiovese Grosso þrúgum. Árið 2014 var öll framleiðsla gerð lífræn og 2017 árgangurinn er því fyrsti 100% lífrænt ræktaði árgangurinn frá Camilgliano.

Vínpörun

 • Svínakjöt
 • Nautakjöt
 • Lambakjöt
 • Grillréttir

Upplýsingar

 • Víngerð: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Svæði: Toskana
 • Þrúga: Sangiovese
 • Árgerð: 2016
 • Áfengismagn: 14,5%

Viðurkenningar

 • James Suckling: 92 points
 • Winescritic.com: 92 points
 • International Wine Report: 92 points