Villibráðarkassi

18.900 kr
Örfá eintök eftir - 5 eftir á lager

Í villibráðarkassanum eru þrjár stórfenglegar og bragðmiklar rauðvínsvínsflöskur sem parast sérlega vel með rauðu kjöti og íslenskri villibráð á borð við hreindýr, gæs og rjúpu.

Í villibráðarkassanum eru vínin:

Gran Enemigo Mendoza 2017

Einstök blanda byggð á Malbec þrúgum sem býður upp á silkimjúk tannín og ótrúlegan margbreytileika. Vínið er blandað meðal annars með Cabernet Franc, sem stuðlar að frábærri uppbyggingu með jurta ívafi. Einbeitt og arómatísk blanda úr háhæðavínekrum í Lújan de Cuyo í hinu fræga vínhéraði Mendoza, í yfir 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Vínið þroskast í 18 mánuði í blöndu af nýjum og gömlum eikartunnum. Vínið hefur ákafan dökkan lit, næstum fjólublátt í brúnum. Stór vöndur af þroskuðum, svörtum berjum og keimur af kryddi og mokka. Bragðið er flókið með frábærri fyllingu og endar mjúkt og ávaxtaríkt.

Remelluri Reserva Rioja 2014

Bodegas Remelluri er elsti vínkastallinn í Rioja og aðdáendur þessara vína verða ekki sviknir af þessu lífrænt ræktaða en hefðbundna Reserva víni. Vínið er sérlega vandað og það er látið þroskast í eikartunnu í 17 mánuði og 3 mánuði á flösku. Útkoman er þétt og ríkulegt vín með fínum tannínum og góðu jafnvægi. Ilmurinn býður upp á hefðbundinn rauðan berjaávöxt sem einkennir  Tempranillo-þrúgunar, sem og keim af vanillu, kryddi og steinefnum. Bragðið er fágað og ávaxtaríkt með ríkum keim af kirsuberjum og plómu. Eftirbragðið er langt og það má greina steinefnin í lokin.

Clarry's GSM 2021

Ávaxtaríkt vín frá Barossa í Ástralíu, sem nefnt er eftir afa Kalleske-bræðranna inniheldur berjamikla blöndu af Grenache, Shiraz og Mourvedre þrúgum. Þrúgurnar eru handtíndar af vínvið sem er allt að 70 ára gamall og vínið er látið þroskast í stórum gömlum eikartunnum, sem gefur því einstaklega ávaxtaríkt bragð. 2021 árgangurinn, er djúp fjólublár að lit og ilmar af sætum kirsuberjum, jarðaberjum, hindberjum, lakkrís, myntu, blómum og þurrkuðu kjöti. Ávaxtaríkt og lifandi bragðið býður upp á mikinn karakter, líflega sýru og lakkrískrydduð tannín. 

Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.