Í jólakassanum eru ljúf og einstaklega bragðgóð vín í miklu jafnvægi sem eru sérvalin með tilliti til íslenskra jólahefða og eru brot af því besta sem við höfum smakkað. Tvö rauðvín og eitt hvítvín sem smellpassa á hátíðarborðið um jólin, hvort heldur sem er með hamborgarhryggnum, villibráðinni eða humarveislunni. Frábær jólavín!
Í jólakassanum 2024 eru vínin:
Château Fougas Forces de Vie (2019): Forces de Vies (kraftur lífsins) er einstakt vín frá Bordeaux sem veitir vellíðan og jákvæða orku. Merkimiðinn er listaverk í sjálfu sér, en hann táknar fjölbreytileikann í bíódínamískri vínrækt og tenginguna við dýralífið, stjörnumerkin og tungldagatalið. Vínið er látið gerjast í 18 mánuði í nýjum eikartunnum og ilmar af bæði blómum og berjum. Bragðið einkennist af hindberjum, kirsuberjum, plómum, kryddum, eik og steinefnum. Force de Vies er vín sem er framleitt af mikilli kostgæfni og parast sérstaklega vel með flestum kjötréttum.
The Boxer Shiraz (2021): „Mollydooker“ er gamalt ástralskt slangur fyrir örvhentan hnefaleikakappa, en þetta vín er sannkallaður þungavigtarmeistari sem dansar eins og Muhammed Ali. The Boxer, er alfarið unnið úr Shiraz þrúgum sem er látið þroskast í blöndu af nýjum og gömlum amerískum eikartunnum. Vínið er ríkt og djúpt með glæsilegum og kraftmiklum ilmi og þar má finna keim af ferskum plómum, brómberjum, sólberjum, enskum lakkrís, dökku súkkulaði, tjöru og vanillu. Bragðið býður upp á einkennandi og ríkjandi ávöxt, milda sýru og silkimjúk tannín með rjómakenndri áferð. Bragðið er kraftmikið og fyllir allt munnholið með áköfu og löngu eftirbragði.
Bürkel-Jung Riesling (2022): Sérlega ferskt og gott hvítvín frá Alsace. Vínið er unnið úr Riesling þrúgum sem eru handtíndar af vínekrum með steinefnaríkum jarðvegi. Vínið býður upp á ljós gulan lit með grænum tónum og ilmurinn einkennist af sítrusávöxtum, einkum greipaldini, ásamt blæbrigðum af hvítum blómum. Bragðið er brakandi ferskt og líflegt með einkennandi sýru og fíngerðri áferð. Eftirbragðið er langvarnandi og með keim af steinefnum. Merkimiðinn er skær blár sem táknar áreiðanleika og ró og við nánari skoðun mynda punktarnir á miðanum hálfmána, sem vísar til þess að vínræktin er bíódínamísk, og fylgir m.a. tungldagatalinu. Vínið parast einstaklega vel með fiski og hvítu kjöti, en einnig sem hátíðlegur fordrykkur.
Vínkassar Vínklúbbins innihalda hágæðavín sem eru handvalin og sérinnflutt. Í hverjum vínkassa eru þrjár vínflöskur sem koma í fallegum og handhægum gjafaumbúðum. Með vínkassanum fylgir skemmtilegur fróðleikur um uppruna og framleiðanda hvers víns ásamt tillögum um vínpörum. Það er sannkölluð upplifun að opna Vínkassa frá Vínklúbbnum.
Hátíðar- og jólakassi Vínklúbbsins kemur árlega í takmörkuðu upplagi.
Athugið: Forpöntun til 15. nóvember. Hægt er að forpanta jóla- og hátíðarkassann fyrir 15. nóvember til að tryggja afhendingu í byrjun desember.