Château des Tourtes Cuvée Prestige (2020)

4.600 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Hvítvín frá Bordeaux

Þetta er glæsilegt hvítvín sem er unnið úr Sauvignon Blanc frá Blaye-Côtes de Bordeaux. Vínið er látið þroskast í 9 mánuði í nýjum eikartunnum sem gefur létt ristaðan karakter og keim af vanillu. Vínið er fallega djúpgult á litinn og ilmurinn einkennist af blómum og framandi ávöxtum (mangó, lychee, greipaldin). Eftirbragðið er viðvarandi og inniheldur skemmtilegan keim af vanillu. 

Framleiðandinn

Château des Tourtes er fjölskyldurekinn víngerð í Blaye-Côtes de Bordeaux sem var stofnuð árið 1967 af Raguenot fjölskyldunni. Víngerðin er rekin í dag af systrunum Emmanuelle og Marie-Pierre Raguenot sem hafa viðhaldið áherslu fjölskyldunnar á gæðavín með virðingu fyrir hefðum og umhverfinu. Vínekrurnar þekja 70 hektara af bænum og er þar framleitt bæði rauðvín, hvítvín og rósavín. Framleiðslan á Château des Tourtes er gerð með sjálfbærum aðferðum og er HVE vottuð (High Environmental Value), sem samræmist skuldbindingu þeirra til að varðveita landsvæði og náttúru í kringum sig.

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Bordeaux

  • Þrúga: Sauvignon Blanc 

  • Árgerð: 2020

  • Áfengismagn: 13%

  • Vínið er vegan