Le Verger (2021)

4.390 kr Venjulegt verð
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 1 eftir á lager

Líflegt og ferskt hvítvín 

Hér er á ferðinni líflegt hvítvín sem er unnið af alúð úr handtíndum og lífrænt ræktuðum þrúgum. “Le Verger” er fallega gyllt á litinn og ilmar af grænum ávöxtum og sítrus, en það er einnig keimur af framandi ávöxtum, þurrkuðum berjum og hunangi. Vínið býður upp á þétta fyllingu með ávaxtakenndum ferskleika. Le Verger er frábært sumarvín sem hentar vel sem fordrykkur eða með sjávarfangi, sushi og grilluðum fiski.

Framleiðandinn

Domaine de la Palud er í staðsett í suðurhluta Orange í Rhône héraðinu. Marie-Laure Grangeon framleiðir úrvalsvín sem byggir á kunnáttu og hefðum margra kynslóða, en hún rekur nú Domaine de la Palud með dóttur sinni. Domaine de la Palud hefur verið fjölskyldueign síðan 1841, en þar á undan tilheyrði víngarðurinn Provencal aðalsfjölskyldu í fimm aldir. Vínin frá Domain de la Palud eru frábær dæmi um það sem Châteauneuf-du-Pape og Côtes du Rhône hafa uppá að bjóða.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Fordrykkur

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Châteneuf du Pape
  • Þrúga: Viognier (70%), Rousanne (30%)
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 13,5%
  • Vinið er lífrænt