Casas del Bosque Reserva (2021)

2.990 kr Venjulegt verð 3.350 kr
Fjöldi

Frískandi Sauvignon Blanc

Reserva Sauvignon Blanc er úr þrúgum sem eru fengnar úr svölu loftslagi í vesturjaðri Casablanca-dalsins. Þrúgurnar eru gerjaðar og þroskaðar í ryðfríum stál tunnum ná að  fanga kjarna landslagsins og gefa víninu lifandi sýru og skarpan ávaxtakeim. Vöndurinn er kraftmikill og stríðir skilningarvitunum með sítruskenndum töfrum sínum. Í bragði má finna  keim af nektarínum og hvítum ferskjum sem bætir við líflegt sýrustigið. Frábær félagi við hvaða tilefni sem er.

Framleiðandinn

Casas del Bosque er sannkallaður “cold-climate” gimsteinn Casablanca-dalsins og einn af bestu framleiðendum svæðisins. “Cold-climate” skilgreiningin vísar til þess að loftslagið í dalnum er kalt miðað við hefðbundna vínrækt, sem hentar vel fyrir ákveðnar þrúgur. Þar á meðal Chardonnay, Sauvignon Blanc og Pinot Noir. Staðsetning Casablanca dalsins á milli Andesfjallana og Kyrrahafsins skapar kalt loftslag. Víngerðin var stofnuð árið 1993 og Viña Casas del Bosque er 100% í eigu Cuneo fjölskyldunnar, sem er upprunalega frá Ítalíu. Öll vínin sem Casa de Bosque framleiðir eru sjálfbærnivottuð og framleidd án eiturefna á vínekrunum.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Alifugl
  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Chile
  • Svæði: Casablanca
  • Þrúga: Sauvignon Blanc
  • Árgerð: 2022
  • Áfengismagn: 14,0%

Viðurkenningar

  • James Suckling: 90 Point
  • Le Cav: 90 Point