Chianti Classico Special Edition Castello di Meleto (2021)

4.450 kr
Fjöldi

Glæsilegt og fágað Chianto Classico 

Þetta Special Edition frá Castello di Meleto er glæsilegt og fágað vín sem býður upp á það besta frá Chianti á Ítalíu. Vínið er að mestu leyti unnið úr lífrænt ræktuðum Sangiovese þrúgum (95%) sem eru handtíndar frá vínektrum í nágrenni við þorpið Gaiole, en í þessu víni er viðbætt 5% Merlot, sem mýkir áferðina, þ.e.a.s. sýruna og tannínin. Vínið er bæði látið þroskast á hefðbundinn hátt í stórum slavneskum eikartunnum en einnig í sementstönkum sem varðveitir náttúrulegum ferskleika þrúganna. Með djúpum rúbínrauðum lit opnast vínið með tælandi ilmi af þroskuðum kirsuberjum, sólberjum með keim af kryddi og tóbaki. Bragðið er vel uppbyggt og í góðu jafnvægi með mjúkri tannín, ferskri sýru og löngu, viðvarandi eftirbragði. Þessi sérútgáfa er nýstárleg túlkun á hinu hefðbundna Chianti Classico víni.

Framleiðandinn

Castello di Meleto er sögufræg víngerð sem er staðsett í hjarta Chianti Classico svæðisins í Toskana, með rætur sem má rekja aftur til 11. aldar. Víngerðin hefur varðveitt sögulegar byggingar, þar á meðal kastalann sjálfan, sem er lykilþáttur í arfleifð svæðisins. Þar sameinast aldagamlar hefðir víngerðar við nútímalega framleiðslu. Castello di Meleto er þekkt fyrir að framleiða vín með áherslu á gæði og staðbundinn karakter.

Vínpörun

  • Svínakjöt

  • Lambakjöt

  • Pizza

  • Alifugl

  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Ítalía

  • Svæði: Toscana

  • Þrúga: Sangiovese (95%), Merlot (5%)

  • Árgerð: 2021

  • Áfengismagn: 13,5%

Viðurkenningar

  • Vinous: 91 stig

  • James Suckling: 91 stig