Heimsklassa Sangiovese vín
Vino Nobile er sérlega fágað og bragðgott vín frá Montepulciano héraðinu í Toskana á Ítalíu, sem vill gleymast í samlíkingu við frægari ítölsk vín frá nærliggjandi svæðum. Líkt og hefðbundin Toscana vín, þá er Vino Nobile að mestu leyti unnið úr Sangiovese þrúgum (85-100%), en þetta vín er með blöndu af Canaiolo og Mammolo þrúgum (0-15%) - breytilegt eftir árgerðinni. Vínið er látið gerjast í eikartunnum í 24 mánuði sem skilar sér í bragðmiklu víni sem er í góðu jafnvægi. Bragðið er með einkennandi ávaxtakeim með vott af kirsuberjum og dökkum sólberjum.
Framleiðandinn
Vino Nobile di Montepulciano er sögufrægt vín sem er ræktað í suðurhluta Toskana. Svæðið var það fyrsta á Ítalíu sem hlaut DOCG vottunina (Denominazione di Origine Controllata e Garantita) árið 1980, rétt á undan Brunello di Montalcino. Saga Cantina Dei hófst árið 1964 þegar Alibrando Dei keypti landsvæðið sem kallast Bossona og hóf vínrækt sína þar. Í dag er það barnabarn Alibrandos Dei sem stjórnar vínbúgarðinum og markmið hennar er að framleiða fáguð og glæsileg vín sem einkennast af jarðveginum og landsvæðinu á þessum sérstaka stað í Toskana, en einmitt þetta gefur Vino Nobile di Montepulciano sinn einstaka karakter.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Nautakjöt
- Lambakjöt
- Pottréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Montepulciano
- Þrúga: Sangiovese
- Árgerð: 2018
- Áfengismagn: 14,5%