The Blend Il Bello Rosso (2018)

3.690 kr
fjöldi

Sérvalin ítölsk blanda

Ljúffengt vín sem hentar við margvísleg tækifæri. Bæði með mat og eitt og sér. Vínið hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og slegið í gegn hjá vínelskendum um allan heim. Vínið er einstök blanda af þremur ítölskum þrúgum frá þremur mismunand héruðum, þ.e. Sangiovese frá Toskana, Nero d'Avola frá Sikiley og Corvina frá Veneto. Gerjun og þroskun í stáltönkum gefur dökkt og kröftugt vín sem hefur djúpt bragð sem er í góðu jafnvægi. Vínið hefur sterkan rúbinrauðan lit og ilmar af dökkum berjum og kryddi. 

Framleiðandinn

Fjölskyldan rekur uppruna sinn til Toskana - árið 1837 í bænum Poggibonsi. Víngerðarmaðurinn Franco Bernabei hefur starfað í hinni frægu Ruffino víngerð í Toskana og hjá nokkrum öðrum stórum framleiðendum. Árið 1996 stofnaði Franco Bernabei Rioliti Vini sem býr til vín í samstarfi við staðbundna framleiðendur í mismunandi vínhéruðum á Ítalíu.

Vínpörun

  • Alifugl
  • Grillmatur
  • Nautakjöt
  • Pastaréttir
  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Toskana, Vento & Sikiley
  • Þrúga: Sangiovese, Nero d'Avola & Corvina
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 14,0%