Ítalskt Sauvignon Blanc hvítvín með karakter
Þurrt og skarpt hvítvín með karakter frá Veneto héraðinu á Ítalíu, sem framleitt er úr Sauvignon Blanc þrúgunni.
Dökkgult á lit með límónugrænum blæbrigðum. Vöndurinn er kraftmikill með vott af krydduðum paprrikum, salvíu, ylliblómum og tómablöðum í takt við Sauvignon blanck þrúguna. Vínið er þurrt og með nokkuð ríkulega sýru sem viðhelst vel.
Framleiðandinn
47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.
Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.
Vínpörun
- Hvítt kjöt
- Fiskur
- Pastaréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Treviso
- Þrúga: Sauvignon blanc
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 12,0%