Falinn gimsteinn frá Piemonte
Vínið er svokallað ‘single vineyard’ vín, sem þýðir að allar þrúgurnar sem notaðar eru í vínið eru týndar af einum og sama vínakrinum. Nebbiolo Langhe Ginestrino minnir að mörgu leyti á hefðbundið Barolo vín með einkennandi ilm af rauðum berjum með dökkum krydduðum nótum.
Hér má einnig finna keim af leðri, sítrussvið, dökku súkkulaði og grafíti sem er í góðu jafnvægi við sæt berin og gefur víninu karakter. Vínið er safaríkt og kröftugt á bragðið, með einstaklega fíngerðu þroskuðu tanníni og steinefnaríku eftirbragði. Langhe Nebbiolo Ginestrino 2020 er eitt allra besta vínið meðal jafningja og hér er sannarlega á ferðinni falinn gimsteinn í Piemonte sem hefur vakið áhuga víngagnrýnenda.
Framleiðandinn
Conterno Fantino var stofnað árið 1982 og er einn af allra bestu framleiðendunum í Piemonte héraðinu á Ítalíu. Búgarðurinn trónir hátt fyrir ofan bæinn Monforte d’Alba og er þekktur fyrir að framleiða dökk, kröftug og tignarleg vín í takmörkuðu magni. Barolo vínin frá Conterno Fantino eru sérlega fræg, en Dolcetto, Barbera og Chardonnay vínin er öll í hæsta gæðaflokki. Þrúgurnar hafa verið lífrænt ræktaðar í nokkra áratug en frá og með árgerð 2021 verður vínframleiðslan öll lífrænt vottuð.
Vínið má drekka strax en hentar til geymslu í 5-10 ár.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Nautakjöt
- Lambakjöt
- Pottréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Piemonte
- Þrúga: Nebbiolo
- Árgerð: 2020
- Áfengismagn: 14,5%
- Vínið er lífrænt ræktað.
Viðurkenningar
- Robert Parker: 92 stig
- Vinous: 90 stig