Mother´s Milk Barossa Valley Shiraz (2018)

4.450 kr
Fjöldi

Kraftmikið og bragðgott Shiraz 

"Mother's Milk frá First Drop Wines er kraftmikið og bragðgott rauðvín sem er framleitt í Barossa Valley vínhéraðinu í Suður-Ástralíu. Vínið er eingöngu unnið úr Shiraz þrúgum, er dökk rúbínrautt á litinn og býður upp á flókinn ilm sem inniheldur keim af bláberjum, plómum, vanillu og kryddjurtum. Vínið er að mestu leyti látið þroskast í gömlum eikartunnum til að viðhalda ávaxtakeim í ilmi og bragði. Bragðið er þétt og einkennist af dökkum ávöxtum, súkkulaði og svörtum pipar með þéttu tanníni sem gefur víninu jafnvægi, mýkt og flottan strúktúr. 

Framleiðandinn

First Drop Wines hefur verið skráð á meðal „Top Wineries of Australia“ - og er meðal efstu 5% allra víngerða í Ástralíu (tæplega 2500 talsins). Stofnandi First Drop, John Retsas, rekur ekki eigin búgarð og á ekki eigin vínekru. Í staðinn kaupir hann þrúgur frá bestu vínbændum í suðausturhluta Ástralíu (Barossa, Adelaide Hills og McLaren Vale) og lætur framleiða vínin eftir eigin uppskrift. Vínin frá First Drop Wines eru bragðmikil og með mikinn karakter og “fönk”. Miðinn á flöskunni sýnir að sköpunarkrafturinn er mikill og að First Drop Wines er óhrætt við að fara eigin leiðir.

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Alifugl
  • Pottréttir
  • Lambakjöt
  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Ástralía
  • Svæði: Barossa Valley
  • Þrúga: Shiraz
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 14,5%