Krone Borealis Cuvee Brut (2021)

3.850 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Ferskt og tært freyðivín

Sérlega vel heppnað og glæsilegt freyðivín frá Suður Afríku sem er framleitt á sama hátt og franskt kampavín og úr sömu þrúgum, þ.e.a.s. Chardonnay og Pinot Noir með smávægilegum skammt af  Pinot Blanc. Krone Borealis er gyllt á litinn með frískandi ilm af léttum eplum, öldurblómi, sítrus og keim af steinefnum. Bragðið er þurrt og tært með góðri fyllingu, keim af grænum eplum og ljósum appelsínukeim. Krone Borealis er eingöngu framleitt í bestu árgöngum og útkoman er freyðandi tært vín með grípandi ferskum og flottum bragðkeim.

Framleiðandinn

Krone Borealis er framleitt í hinni virt Twee Jonge Gezellen vínekru í Tulbagh dalnum í Suður-Afríku. Víngerðin var stofnuð árið 1710 og er ein sú elsta landsins. Víngarðarnir við ströndina njóta góðs af svalri hafgolunni sem heldur hitastigi lágu allt árið og bærinn er þekktur fyrir að framleiða glæsileg og margverðlaunuð freyðivín eins og Krone seríuna.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Suður Afríka
  • Svæði: Western Cape
  • Þrúga: Chardonnay, Pinot Noir & Pinot Blanc
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 11,5%

Viðurkenningar

  • International Wine Challenge: 95 point