Forces de Vies (2019)

6.490 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Kraftur lífsins

Forces de Vies (kraftur lífsins) er einstakt vín frá Bordeaux sem veitir vellíðan og jákvæða orku. Merkimiðinn er listaverk í sjálfu sér, en hann táknar fjölbreytileikann í bíódínamískri vínrækt og tenginguna við dýralífið, stjörnumerkin og tungldagatalið.

Vínið er látið gerjast í 18 mánuði í nýjum eikartunnum og ilmar af bæði blómum og berjum. Bragðið einkennist af hindberjum, kirsuberjum, plómum, kryddum, eik og steinefnum. Force de Vies er vín sem er framleitt af mikilli kostgæfni og sem hentar
vel með flestum kjötréttum.

Framleiðandinn

Fougas kastalinn í Bordeaux er fjölskyldueign frá 18. öld en hefur verið í eigu hjónanna Jean-Yves og Michéle Béchet frá seinni hluta áttunda áratugs síðustu aldar. Síðan þá, hafa hjónin unnið markvisst að því að hreinsa og betrumbæta jarðveginn og í dag er framleiðslan bæði lífræn og bíódínamísk. Jarðvegurinn í Chateâu Fougas er steinefna- og járnríkur og vínin þaðan eru einstaklega tær og fersk.

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Kálfakjöt
  • Alifugl
  • Pottréttir
  • Pizza

    Upplýsingar

    • Land: Frakkland
    • Svæði: Bordeaux
    • Þrúga: Merlot
    • Árgerð: 2019
    • Áfengismagn: 13% 

      Vínið má drekka strax eða geyma í allt að 15-20 ár.