Chablis Tradition Dampt Frères (2022)

5.090 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Tært og ferskt Chablis
Chablis hvítvínin frá Bourgogne eru heimsþekkt fyrir gæði og ferskleika. Þetta Chablis er engin undantekning, enda er stíllinn hin hreina og steinefnaríka upplifun sem gerir Chablis svæðið frægt. Vínið er ljós strágult á litinn með grænum bjarma. Ilmurinn einkennist af af sítrónum, lime, hvítum blómum og blautum steinum. Vínið er þurrt og bragðið er brakandi ferskt og kraftmikið með tignarlegri sýru og löngu, tæru eftirbragði þar sem steinefni og sítrus ráða ríkjum. Vínið er alfarið geymt í stáltunnum og það skilar sér í sérlega fersku og hreinu víni sem hentar vel með ferskum fiski, skelfiski eða sem stakur fordrykkur. 

Framleiðandinn Dampt Frères 
Chablis er nyrsti hluti Burgundy (Bourgogne) héraðsins í Frakklandi og er þekkt fyrir framleiðslu á hágæða hvítvíni sem er almennt í þurrari kantinum. Dampt Frères er fjölskyldurekin víngerð í þorpinu Collan, skammt frá Chablis. Bræðurnir Emmanuel, Eric og Hervé Dampt eru þriðja kynslóð vínbænda sem sameina hefðir og nútímatækni. Þeir leggja áherslu á sjálfbæra ræktun og láta landið tala í gegnum vínin sín. Chablis-vínin frá þeim njóta mikillar virðingar.

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Asískir réttir

  • Fiskur

  • Skelfiskur

  • Alifugl

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Bourgogne

  • Þrúga: Chardonnay

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13%