Gevrey-Chambertin Clos Prieur Domaine Frédéric Esmonin (2022)

8.550 kr Venjulegt verð
fjöldi
Örfá eintök eftir - 2 eftir á lager

Framúrskarandi Pinot Noir 

Bourgogne vínunnendur sperra eyrun við nafninu „Gevray-Chambertin“ og ekki að ástæðulausu – vínin þaðan eru oft sérlega ljúffeng. Þetta vín er dæmi um þokkafullt Pinot Noir frá framúrskarandi framleiðanda í Bourgogne. Vínið er fallega rúbínrautt á litinn og ilmurinn er tælandi og einkennist af þroskuðum skógarjarðaberjum, hindberjum og sólberjum með vott af vanillu, skógarbotni og pipar. Vínið er vel uppbyggt með frábæru jafnvægi á milli ávaxta, sýru og ljúfum tannínum á meðan eftirbragðið er safaríkt og kraftmikið. Þetta frábæra og fíngerða vín mun höfða til allra Bourgogne-vínunnenda. 

Framleiðandinn

Domain Frederic Esmonin er að finna í Gevrey-Chambertin sem er lítið þorp staðsett í Côte de Nuits. Côte de Nuits er eitt af fimm vínræktarsvæðum í Bourgogne og það er heimsfrægt fyrir að framleiða bestu og fínustu rauðvínin í Bourgogne. Domaine Frédéric Esmonin hefur hlotið lof frá alþjóðlegum víngagnrýnendum og er talið vera ein af nýju stjörnunum í Bourgogne. Þessi litla fjölskyldurekna víngerð framleiðir hvorki meira né minna en þrjár mismunandi gerðir af Grand Cru vínum sem er hæðsti gæðaflokkurinn í Bourgogne. Öll framleiðsla fer fram á náttúrulegan og umhverfisvænan hátt, enda eru enginn viðbætt efni í víninu. 


Vínpörun

  • Kálfakjöt

  • Lambakjöt

  • Alifugl

  • Villibráð

Upplýsingar

  • Víngerð: Rauðvín

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Bourgogne

  • Þrúga: Pinot Noir

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13%

  • Vínið er lífrænt