Et si on respirait plus fort (2022)

3.990 kr Venjulegt verð 4.490 kr
Fjöldi

Franskt náttúruvín

Ferskt og skemmtilegt rauðvín sem er unnið úr handtíndum Grenache Noir þrúgum frá Languedoc í Suður-Frakklandi. Vínið er látið þroskast í stáltönkum sem gefur aukinn ferskleika. Í glasi er vínið fallega rautt á litinn og ilmar af þroskuðum rauðum ávöxtum (soðnum jarðarberjum og rifsberjum). Vínið er safaríkt og kremað og bragðast af rauðum ávöxtum með fínum tannínum og keim af súkkulaði. “Et si on respirait plus fort” er ósíað og alfarið unnið á lífrænan hátt og inniheldur ekkert súlfíð. Vínið flokkast því sem náttúruvín.

Framleiðandinn

Artisan Partisans er teymi frá Domaine Ollieux Romanis; þrír vínbúgarðar sem hafa sameinast í einum tilgangi: að framleiða gott og hreint vín. Hugmyndafræði þeirra er að vinna með og fara vel með jarðveg svæðisins (terroir) og ávallt gera það sem er best fyrir umhverfið.  

Vínpörun

  • Lambakjöt
  • Grillmatur
  • Nautakjöt
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Corbiéres, Languedoc
  • Þrúga: Grenache Noir
  • Árgerð: 2022
  • Áfengismagn: 13,5%
  • Vínið er lífrænt ræktað og náttúruvín