Dehesa la Granja Zamora (2016)

3.990 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Margslunginn Spánverji

Dehesa la Granja Zamora er unnið úr Tempranillo þrúgum frá Ribero de Duero héraðinu á Spáni. Vínið er margslungið og ljúffengt og kemur frá einum frægasta framleiðanda í spænskri víngerð – Fernandez Rivera. Vínið ilmar af sólberjum, svörtum kirsuberjum, þurrkuðum kryddjurtum, vanillu og sedrusviði. Bragðið er safaríkt og ferskt með dökkum ávöxtum og mjúku tanníni og löngu og góðu eftirbragði. Við geymslu verður vínið enn flóknara og margslungnara.

Framleiðandinn

Fernández Rivera fjölskyldan stendur á bak við nokkur af bestu vínum Spánar. Stofnandinn Alejandro Fernandez náði fyrst árangri með Pesquera vínbúgarðinum á níunda áratugnum og hann stendur einnig á bakvið hinn margverðlaunaða vínbúgarð Condado de Haza . Í dag er fjölskyldan talin ókrýndur konungur Ribera del Duero. Ribera del Duero héraðið er staðsett í norðurhluta Spánar rétt sunnan við hið víðfræga Rioja hérað. Héraðið er kennt við fljótið Duero sem rennur til sjávar við borgina Porto í Portúgal.

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Villibráð
  • Grillmatur

Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Zamora
  • Þrúga: Tempranillo
  • Árgerð: 2016
  • Áfengismagn: 14,5%