Rioja Reserva Era Costana (2018)

15.606 kr Venjulegt verð 19.140 kr
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 1 eftir á lager

Þroskað og gott Rioja

Era Costana er hefðbundið Rioja Reserva vín. Það er unnið úr Tempranillo þrúgunni og látið þroskast í 12-18 mánuði í eikartunnum og þar á eftir 2 ár í flösku. Þetta gefur víninu hinn klassíska Rioja prófíl sem einkennist af dökkum þroskuðum ávöxtum, vanillu, eik og kryddi sem er í frábæru jafnvægi við sýrustigið og tannínin. 

Era Costana er rúbínrautt á litinn og ilmar af kirsuberjum. Bragðið er safaríkt og byrjar á sólberjum og kirsuberjum, eykst og verður sætara og má finna fyrir agnarsmáum loftbólum. Eftirbragðið er langt, með fínum blómakeim sem samræmist vel þroskuðu tanníni. Vínið er vegan.


Framleiðandinn

Olarra er fjölskylduvíngerð staðsett í útjaðri Logroño í austurhluta Rioja. Bodegas Olarra vínbúgarðurinn er einn af mest heimsóttu ferðamannastöðum Rioja. Þegar búgarðurinn var byggður árið 1973, var hann með nútímalegri byggingum svæðisins. Byggt var á nýrri hönnunarstefnu sem síðan hefur  breiðst út um allan spænska víniðnaðinn.


Vínpörun

  • Grillmatur 
  • Nautakjöt
  • Lambakjöt
  • Svínakjöt 
  • Villibráð


Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Rioja
  • Þrúga: Tempranillo
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 14,0%