Crémant D'Alsace Réve'olution

4.450 kr Venjulegt verð 5.450 kr
Fjöldi

Þurrt og hátíðlegt freyðivín

"Rêve'olution" (Rêve þýðir draumur á frönsku) er einstakt Crémant freyðivín frá Alsace héraðinu Frakklandi. Í blindsmökkun, er vínið oft einkennt sem kampavín, enda er það unnið eftir sömu aðferð. Vínið er látið þroskast í flöskunni í 36 mánuði sem gefur því einstaklega fíngerðar búbblur. Í glasi ilmar Rêve'olution af blómum, grænum ávöxtum og brioche og í munni er vínið þurrt (extra brut). Vínið er framleitt á lífrænan hátt og í það er notað lítið sem ekkert súlfat í gerjunina. Rêve'olution hentar vel sem fordrykkur eða með góðum sjávarréttum eða ostum.

Framleiðandinn

Burckel-Jung hefur framleitt vín síðan 1802 (8. kynslóð). Mikil áhersla er lögð á náttúruna og í dag er öll framleiðsla bæði lífrænt og bíódínamískt vottuð. Burckel-Jung víngerðin býður ferðamönnum upp á svokallað "Les plantes Sauvages et la Vignes" sem er hluti af vistvænni ferðamennsku (ecoturism) á Grand Est svæðinu. Líkt og fjölskyldan sjálf, þá hafa vínin frá Burckel-Jung sterkan persónuleika og einstakan karakter. Þessi karakter endurspeglar vinnusemi og alúð átta kynslóða við að þróa og framleiða hágæða vín.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Skelfiskur
  • Fiskur
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Alsace
  • Þrúga: Pinot Blanc (50%), Chardonnay (50%)
  • Árgerð: Blandað
  • Áfengismagn: 13 %
  • Vínið er lífrænt