Lífrænt og fágað rauðvín
Þetta frábæra og flókna rauðvín er unnið úr Pinot Noir þrúgum af elstu vínviðum hússins (frá 1956), enda eru aðeins framleiddar u.þ.b. 3000 flöskur á ári. Vínið hefur fallegan rúbínrauðan lit með ilm af plómum, jarðarberjum, kirsuberjum, sólberjum, hráu kakói og kryddi. Miðlungs fylling, lífleg sýra og silkimjúk tannín einkenna þetta vín sem er unnið eftir vistvænni hugmyndafræði og af virðingu fyrir náttúrunni. Það er látið þroskast í 11 mánuði á eik. Vínið er mjúkt, rjómakennt og ferskt með skemmtilega keim af rauðum berjum. Heilt yfir frábær Pinot Noir sem flestir geta notið og hentar sérlega vel með grænmetisréttum, kjöti og tapas.
Framleiðandinn
Domain Guillot-Broux er að finna í þorpinu Cruzille sem er hluti af Mâconnais og er syðsta og stærsta vínræktarsvæðið í Bourgougne. Mâconnais er mest þekkt framleiðslu á hvítvíni, en líkt og alls staðar í Bourgogne má þar einnig finna frábær rauðvín. Domaine Guillot-Broux var stofnað árið 1978 af Jean-Gérard Guillot og eiginkonu hans Jacqueline Broux en hefur verið rekið af sonum þeirra Emmanuel og Patrice síðan árið 2008. Með 17 hektara af vínekrum í Cruzille, Grévilly og Chardonnay, framleiða þeir vín undir merkingu “Mâcon Cruzille” og “Mâcon Chardonnay”. Domain Guillot-Broux framleiðir lífrænt vottuð vín og nýrri árgangar eru einnig bíódýnamískir.
Vínpörun
-
Grillmatur
-
Svínakjöt
-
Lambakjöt
-
Nautakjöt
-
Ostar
Upplýsingar
-
Víngerð: Rauðvín
-
Land: Frakkland
-
Svæði: Bourgogne
-
Þrúga: Pinot Noir
-
Árgerð: 2020
-
Áfengismagn: 13%
-
Vínið er vegan